Málningu slett á ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið eftir að málningu hafði verið skvett á húsið.
Utanríkisráðuneytið eftir að málningu hafði verið skvett á húsið. mbl.is/Júlíus

Um 10-15 manna hópur mótmælenda, sem flestir voru með klúta fyrir andlitinu, kastaði blöðrum fullum af málningu á hús utanríkisráðuneytisins við Rauðarárstíg í Reykjavík nú síðdegis. Þar hafði verið boðað til mótmæla til að þrýsta á ríkisstjórnina að slíta formlega pólitísku samstarfi við Ísraelsríki.

Lögreglumenn á bílum og lögregluhjólum voru á sveimi í kringum ráðuneytið. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir athæfið. Fólkið hvarf síðan á braut. 

Í tilkynningu um mótmælin, sem birtist á bloggvef, var fólk hvatt til þess að taka með sér rauða málningu, vatn eða mjólk með rauðum matarlit til að lita húsið rautt, sem tákn um að ríkisstjórn Íslands væri alblóðug og samsek þangað til hún hefði gert allt sem í hennar valdi stæði til að þrýsta á að fjöldamorðum á Gasasvæðinu linni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka