Mikill áhugi á fuglaskoðun

Fjöldi fólks mætti til fundar um fuglaskoðunarferðir.
Fjöldi fólks mætti til fundar um fuglaskoðunarferðir. mbl.is

Á annað hundrað manns mættu á fund um fuglaskoðunarferðir til Íslands sem haldinn var á Hótel Sögu í dag. Mikill áhugi er á því að samræma aðgerðir fuglaskoðunarfyrirtækja og var m.a. settur á fót undirbúningshópur að stofnun samtaka fyrirtækja í fuglaskoðun.

Breski ráðgjafinn Connie Lovel hélt fyrirlestur á fundinum en hún hefur áður unnið með fuglaskoðunarfyrirtækjum á Falklandseyjum. Í máli hennar kom m.a. fram að í Bandaríkjunum einum eru um 70 milljónir manna sem fara gagngert í ferðir til að skoða fuglalíf. Markhópurinn er því stór og ætla íslensk fyrirtæki sér stóra hluti á næstu misserum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka