Fyrsti fundur rannsóknarnefndarinnar

Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, …
Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, og Sigríður Benediktsdóttir. mbl.is/Ómar

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is hef­ur nú þegar haldið fundi með skila­nefnd­um bank­anna, Fjár­mála­eft­ir­liti, Seðlabanka Íslands og Nas­daq OMX Kaup­höll­inni og lagt grunn að gagna­öfl­un varðandi rann­sókn á aðdrag­anda hruns bank­anna. Þetta kom fram á fyrsta blaðamanna­fundi nefnd­ar­inn­ar, sem fer nú fram.

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is var komið á fót með lög­um nr. 142/​2008 til þess að rann­saka aðdrag­anda og or­sak­ir falls ís­lensku bank­anna 2008 og tengdra at­b­urða. Lokið var við að skipa í nefnd­ina 30. des­em­ber 2008. Í henni eiga sæti Páll Hreins­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari, Tryggvi Gunn­ars­son umboðsmaður Alþing­is og Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir kenn­ari við hag­fræðideild Yale-há­skóla í Banda­ríkj­un­um.

Nefnd­in mun fá til liðs við sig inn­lenda og er­lenda sér­fræðinga til að vinna að ein­stök­um þátt­um rann­sókn­ar­inn­ar og skipa sér­staka vinnu­hópa með inn­lend­um og er­lend­um sér­fræðing­um sem munu sinna ákveðnum þátt­um rann­sókn­ar­inn­ar, sem er und­ir stjórn nefnd­ar­inn­ar.

Fram kem­ur á vef nefnd­ar­inn­ar , sem var jafn­framt kynnt­ur með form­leg­um hætti á fund­in­um, að með tölu­verðri ein­föld­un megi segja að „meg­in­hlut­verk rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is sé að safna upp­lýs­ing­um um staðreynd­ir máls­ins, draga upp heild­ar­mynd af aðdrag­anda að falli bank­anna og svara þeirri spurn­ingu hverj­ar hafi verið or­sak­ir þess. Þá skal nefnd­in leggja mat á hvort um mis­tök eða van­rækslu hafi verið að ræða við fram­kvæmd laga og reglna um fjár­mála­starf­semi á Íslandi og eft­ir­lit með henni og hverj­ir kunni að bera ábyrgð á því,“ seg­ir á síðunni.

„Heimasíðunni er ætlað að auðvelda fólki að hafa sam­band við nefnd­ina, koma á fram­færi við hana ábend­ing­um og gögn­um, og veita upp­lýs­ing­ar um störf henn­ar. Rann­sókn­ar­nefnd­in hvet­ur þá sem telja sig búa yfir upp­lýs­ing­um sem geti komið að gagni við störf henn­ar að hafa sam­band. Vak­in er at­hygli á ákvæðum laga nr. 142/​2008 um meðferð nefnd­ar­inn­ar á trúnaðar­upp­lýs­ing­um og stöðu þeirra sem vilja láta henni í té upp­lýs­ing­ar.“

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert