Samfylkingin í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum ráðherra

Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum Guðlaugs Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, um niðurlagningu St. Jósefsspítala og flutning á starfsemi hans.

„Svo virðist sem megintilgangur breytinganna felist í því að þvinga núverandi starfsfólk til þátttöku í einkarekstri sem ákveðið hefur verið að skuli verða staðsettur í Reykjanesbæ og fellur vel að hugmyndum ráðherrans um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Slíkan gjörning getur Samfylkingin í Hafnarfirði ekki stutt, enda í algjörri andstöðu við þær hugmyndir sem flokkurinn hefur lagt fram um gagnsæa og vandaða stjórnsýslu, þar sem almannahagsmunir eru settir ofar þröngum eiginhagsmunum einstakra stjórnmálaflokka eða fjármagnseigenda,“ segir m.a. í tilkynningunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert