Ragnar G. Kristjánsson, varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, flutti ræðu fyrir Íslands hönd á fundi mannréttindaráðs SÞ í dag. Í ræðunni kom fram að ástandið á Gaza svæðinu sé ótækt og mannfall í röðum óbreyttra borgara ólíðandi.
Í ræðunni var einnig fagnað samþykkt öryggisráðs SÞ frá því í gær og þess krafist að alþjóðasamfélagið með öryggisráðið í fararbroddi bindi enda á blóðbaðið í Gaza og leggi fram áætlun um að hefja sem fyrst friðarviðræður að nýju.
Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu kemur fram að um er að ræða aðra ræðu Íslands hjá SÞ á þremur dögum.