Stjórnir Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði skora á alla Hafnfirðinga sem og aðra landsmenn að mæta á opinn borgarafund sem haldinn verður í íþróttahúsinu við Strandgötu á morgun. Þar verður rætt um tillögur Guðlaugs Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, um að leggja niður starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd.
„Framsóknarmenn kalla eftir haldbærum skýringum frá ráðherra og fallast ekki á loðin svör hans um mögulegan sparnað með lokun spítalans. Framsóknarmenn í Hafnarfirði styðja starfsfólk St.Jósefsspítala, sjúklinga og aðra sem bera hag spítalans fyrir brjósti í baráttu sinni fyrir því að honum verði ekki lokað. Stöndum vörð um St. Jósefsspítala og látum ákall frá borgarafundinum hljóma svo hátt að ráðherrann heyri til,“ segir í tilkynningu.