Væntir mikils af Sjúkratryggingastofnun

Framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja líst vel á að Reykjanesbær taki við heilbrigðisþjónustu í bænum. Hún er væntir mikils af nýrri Sjúkratryggingastofnun og tekur vel í mögulegt samstarf sjúkrahússins við Róbert Wessman. Sjúkrahúsið ætli að nota tækifæri sem bjóðist til að auka tekjur sínar.

Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja væntir góðs af því ef Reykjanesbær tekur við heilbrigðisþjónustu í bænum. Hún segir að áhrif Sjúkratryggingastofnunar verði mikil í framtíðinni og liðki ekki bara fyrir einkaframtaki heldur tryggi að aðrir fái greitt fyrir þjónustu. Hún segir vilja skoða hvort Sjúkrahúsið geti selt útlendingum þjónustu.  Hún ætli að nota þau tækifæri sem bjóðast til að auka við tekjur sjúkrahússins.

Sigríður var spurð um aðkomu Róberts Wessmans að skurðstofum sjúkrahússins en Árni Sigfússon staðfesti í gær að hann væri inni í myndinni. Hún svaraði því til að ef einhverjir vildu leggja sjúkrahúsinu lið og gera því kleift að bjóða meiri og betri þjónustu, þá yrði það auðvitað skoðað. Íbúar á svæðinu séu þó í forgangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka