VG í Hafnarfirði lýsir yfir samstöðu með St. Jósefsspítala

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði segir fyrirætlanir heilbrigðisráðherra í hróplegri andstöðu við það nýja Ísland sem eðlilegt sé að stefna að í kjölfar hruns einkavæðingar og frjálshyggju. Lýsir stjórnin furðu sinni á hvernig ríkisstjórnin, með heilbrigðisráðherra í fararbroddi, hyggst þvinga starfsfólk til þátttöku einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu.

Vinstri græn lýsa yfir samstöðu með St. Jósefsspítala og segja greinilega sjást hvernig stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar nái enn einu markmiði sínu „sem snýst um frekari einkavæðingu, en í stjórnarsáttmála segir einmitt að hvetja eigi til fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu.“
 
Vinstri græn segjast ekki munu láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að styðja við spítalann „sem hefur verið hluti af farsælu Hafnfirsku samfélagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert