200 mótmæltu á Akureyri

Um 200 manns mótmæltu hreppaflutningum á gamla fólkinu
Um 200 manns mótmæltu hreppaflutningum á gamla fólkinu

Um tvö hundruð manns tóku þátt í mótmælagöngu  frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorginu á Akureyri klukkan þrjú í dag en yfirlýstur tilgangur göngunnar var að mótmæla  hreppaflutningum á gamla fólkinu, sem og lokun geðdeilda, uppsögnum ljósmæðra og skerðingu á þjónustu fjórðungssjúkrahússins.  Gangan fór að sögn lögreglu vel fram.

Í tilkynningu segir að Rósa Eggertsdóttir og Edward Huijbens hafi ávarpað samkomuna. Eftir það tókust allir í hendur og hugleiddu réttlæti. Edward sagði meðal annars að mótmæli snúist ekki um að rífa niður heldur eru þau leið til að vekja von og efla samstöðu. Jafnframt að krafan um að ráðamenn taki ábyrgð sé krafa í þágu samfélagsins en ekki hugsuð til að sundra því og veki jafnframt von.

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri mbl.isSkapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert