Vandséð er að breytingar yrðu á möguleikum erlendra aðila til að fjárfesta í íslenskum auðlindum, að sjávarútveginum undanskildum, við inngöngu landsins í Evrópusambandið, þ.m.t. vatnsauðlindin, sem fræðilega kann að skila ríkinu á annað hundrað milljarða í tekjur á ári.
„Það er í sjálfu sér opið fyrir alla EES-borgara, einstaklinga eða lögaðila, að taka þátt í orkuvinnslu á Íslandi,“ segir Guðjón Axel Guðjónsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, þegar hann er inntur eftir stöðunni eins og hún er nú.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag og á Evrópusambandsvef mbl.is