Áhyggjur af skertri fæðingarþjónstu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Magnús Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands (HSU), seg­ir starfs­fólk hafa lýst mikl­um áhyggj­um af áhrif­um breyt­ing­anna á skurðlækn­is- og fæðing­arþjón­ustu. „Það er þungt hljóð í fólki út af þessu,“ seg­ir hann en með því að leggja af kvöld- og helgar­vakt­ir á skurðstof­unni á Sel­fossi gæti eng­inn fæðing­ar­lækn­ir verið á vakt á þess­um tíma. „Ann­ars á eft­ir að út­færa þetta nán­ar og vinnu­hóp­ar eru núna að störf­um. Öll vakta­vinna á sjúkra­hús­inu og í heilsu­gæsl­unni er til end­ur­skoðunar,“ seg­ir Magnús.

Á síðasta ári fóru 184 fæðing­ar fram á Sel­fossi, voru 177 árið 2007. Alls voru fram­kvæmd­ar um 1.200 skurðaðgerðir. Magnús von­ast til þess að með breyt­ing­un­um verði um leið veitt meiri sér­fræðiþjón­usta á svæðinu sem og bráða- og slysaþjón­usta. Önnur verk­efni geti því komið í staðinn en stofn­un­in hafi leitað eft­ir því á síðustu árum að geta styrkt þjón­ust­una, þótt aldrei hafi verið bú­ist við því að þurfa að leggja af fæðing­ar á Sel­fossi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert