Fjórtándi fundurinn á Austurvelli

Fjöldi manns mótmælir á Austurvelli
Fjöldi manns mótmælir á Austurvelli Mbl.is/Kristinn

Fjölmenni er nú á Austurvelli þar sem fjórtándi mótmælafundur Radda fólksins hófst kl. 15. Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar sem fyrr: að ríkisstjórnin víki, að stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki og að boðað verði kosninga svo fljótt sem auðið er.

Fundurinn fór friðsamlega fram. Að þessu sinni fluttu ávörp og ræður Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason, sem staðið hefur vaktina frá upphafi mótmælafundanna í október.

Á síðu Radda fólksins segir að samtökin hafi einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins „til að bregða ljósi á það skelfilega stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir í landinu.“

Mótmælendur halda kröfuskiltum á lofti
Mótmælendur halda kröfuskiltum á lofti mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert