Húsfyllir er nú á opnum fundi í Iðnó við Vonarstræti á vegum félagsins Ísland-Palestína. Yfirskrift fundarins er „Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd“.
Fyrsti frummælandi á fundinum var Þóra Karítas Árnadóttir leikkona, sem sagði frá lífi og starfi bandaríska friðarsinnans Rachel Corrie sem lét lífið á Gaza þann 16. mars 2005 þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana. Aðrir frummælendur á fundinum eru Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Þá mun Bubbi Morthens flytja nokkur lög og er von á frumflutningi lags um fjöldamorðin á Gaza.
Í lok fundarins verður kertafleyting á Tjörninni til minningar um þau fórnarlömb sem fallið hafa í átökunum á Gaza-svæðinu.