Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. mbl.is/Frikki

Fréttablaðið segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Björn Bjarnason láti af embætti dóms- og kirkjumálaráðherra að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu mánaðamót. Ákveðið hafi verið að Bjarni Benediktsson, alþingismaður, taki við.

Vísað var til tölvupósts frá Birni á vísi.is í gær en þar sagði Björn  að það hefði alltaf legið fyrir að hann yrði ekki ráðherra út kjörtímabilið.

Fréttablaðið segir líklegt, að frekari breytingar verði á ríkisstjórninni eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert