Mikivægt að miða við eitt gengi krónunnar í viðskiptum

Íslensk stjórnvöld, bankarnir og fyrirtækin í landinu verða að miða við eitt gengi krónunnar í viðskiptum sínum. Annars er samstarf íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í uppnámi. Þetta segja tveir hagfræðingar, sem rætt var við í hádegisfréttum Útvarps í dag.

Ýmsir samningar fyrirtækja og lífeyrissjóða um kaup, sölu og lán á erlendum gjaldeyri fela í sér gengisáhættu. Með hruni bankakerfisins hefur myndast gengistap eða gengishagnaður sem eftir á að gera upp. Sjávarútvegsfyrirtækin myndu sum hver tapa milljörðum ef svokallaðir framvirkir gjaldeyrissamningar þeirra yrðu gerðir upp á markaðsgengi.

Þess vegna hefur sjávarútvegsráðherra mælt með að búið yrði til hagstæðara gengi við uppgjörið. Lífeyrissjóðir sem einnig gætu tapað á gengisfallinu hafa viðrað slíkar hugmyndir.

Ríkissjóður sem eigandi bankanna gæti þurft að taka á sig meiri byrgðar yrði þessi leið farin. Ólafur Ísleifsson lektorsegir að væri sú leið valin myndi það væntanlega setja samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í uppnámi og lánin verða fryst, þar sem íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að taka ekki upp fjölgengisstefnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert