Hugsanlegt er að nýráðningar lögreglumanna til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, alls á þriðja tug, frestist um einhvern tíma vegna þess niðurskurðar sem boðaður var í nýjum fjárlögum.
Í byrjun desember auglýsti lögreglan eftir 22 lögreglumönnum til starfa í samræmi við þáverandi rekstraráætlun, þar sem gert var ráð fyrir ýmsum hagræðingaraðgerðum sem gerðu ráðningarnar mögulegar. Í nýjum fjárlögum sem samþykkt voru 22. desember er niðurskurður hjá lögreglunni hins vegar meiri en gert var ráð fyrir.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segist þó vonast til að af nýráðningunum verði, samþykki dómsmálaráðuneytið nýja rekstraráætlun. „Við auglýstum eftir lögreglumönnum og stefnum að því að ráða þá, en það gæti verið að það di frestaðist eitthvað út af þessari erfiðu stöðu sem við erum í,“ segir Stefán. Rúmlega 30 manns útskrifuðust úr Lögregluskólanum í desember.