Stjórnvöld spara aura en kasta krónum

Ein af myndunum sem prýðir vefinn indefence.is.
Ein af myndunum sem prýðir vefinn indefence.is.

Indefence samtökin, sem hafa m.a. beitt sér fyrir undirskrifstasöfnun vegna aðgerða Breta gegn íslenskum bönkum, gagnrýna harðlega að íslensk stjórnvöld skuli hafa ákveðið að höfða ekki mál fyrir breskum dómstólum vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum.

Segja samtökin, að ein rökin sem færð séu fyrir þessari niðurstöðu stjórnvalda séu að að áætlaður kostnaður við málaferlin, um 200 milljónir íslenskra króna, væri of mikill með tilliti til hugsanlegs ávinnings. Þessar 200 milljónir séu þó einungis vel innan við 0,1% af væntanlegum skuldbindingum íslenskra skattþegna vegna uppgjörs Icesave-reikninganna. Með þessum rökum séu stjórnvöld að spara aura, en kasta krónum.

Þá leggja samtökin til að ráðist verði í yfirgripsmikla kynningarherferð á málstað Íslendinga til þess m.a. að vekja athygli umheimsins á eðli hryðjuverkalaga og hversu skaðleg áhrif vanhugsuð beiting þeirra getur haft.

88.881 hefur skrifað undir áskorun Indefence samtakanna til breskra stjórnvalda um að aðgerðum gegn Íslendingum í skjóli hryðjuverkalaga verði hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka