„Það er ekkert heilagt“

Landspítalinn í Fossvogi
Landspítalinn í Fossvogi mbl.is/ÞÖK

Sig­urður Bessa­son, formaður Efl­ing­ar, seg­ir þá ákvörðun Land­spít­al­ans að segja upp öll­um starfs­mönn­um í ræst­ingu sem starfa í Foss­vogi, vekja ugg meðal starfs­manna sjúkra­húss­ins í ræst­ingu. Upp­sagn­irn­ar taka gildi frá 1. maí nk.

„Það er ekki verið að leggja störf­in niður, held­ur á að bjóða þau út á Evr­ópska efna­hags­svæðinu með hagræðingu í huga. Skila­boðin eru al­veg skýr,“ seg­ir Sig­urður í frétt á vefsíðu stétt­ar­félgs­ins. „Það er ekk­ert heil­agt í þessu efni, hvorki mik­il­væg þrif á LSH eða önn­ur störf þar. Fram kom á fundi með starfs­mönn­um að þeir eru óánægðir með að rík­is­stofn­un skuli ganga á und­an með upp­sögn­um nauðsyn­legra starfa í því at­vinnu­ástandi sem nú rík­ir,“ seg­ir þar.

Flest­ir starfs­menn­irn­ir eru er­lend­ir þar á meðal frá Póllandi, Portúgal, Spáni og fleiri lönd­um. Þá eru nokkr­ir Íslend­ing­ar í hópn­um. Af hálfu LSH hef­ur það komið fram að spít­al­inn mun leit­ast við að þessi hóp­ur fái for­gang í þau störf sem losna ann­ars staðar á LSH

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert