Þrír með allar tölur réttar

Þrír voru með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld en potturinn var sexfaldur. Fær hver þeirra 18.623.900 krónur í sinn hlut. Tveir vinningsmiðanna voru keyptir á netinu en sá þriðji á Essóstöðinni í Mosfellsbæ. Fjórir fengu bónusvinninginn og fá þeir 214.710 krónur í sinn hlut. Lottótölur kvöldsins eru: 7, 12, 17, 24 og 30. Bónustalan var 36.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert