Vilja skoða stóra virkjun á Vestfjörðum

Frá virkjuninni á Hengilssvæðinu
Frá virkjuninni á Hengilssvæðinu mbl.is/Rax

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur beint þeim eindregnu óskum til iðnaðarráðherra að nútímavæðingu raforkukerfis Vestfirðinga verði hraðað sem mest og hið fyrsta verði tekin ákvörðun um bestu mögulegu leiðir til uppbyggingar kerfisins.  Sérstaklega verði horft til þess möguleika sem stór virkjun á Vestfjörðum, þ.e. virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, getur skapað fyrir fjórðunginn í heild. Þetta kemur fram í ályktun sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða. „Öruggt aðgengi og gæði raforku eru meðal grundvallarforsendna fyrir uppbyggingu nútímasamfélaga. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að samfélög á Íslandi standi jafnfætis í þessum efnum“, segir í greinargerð með ályktuninni.

Þar segir einnig að stand raforkukerfisins á Vestfjörðum sé þess eðlis að það mun að óbreyttu verða dragbítur á samfélagsþróun í fjórðungnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka