„Brygðist sögulegu hlutverki sínu“

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. mbl.is/Frikki

Sjálfstæðisflokkurinn yrði með öllu ótrúverðugur og brygðist sögulegu hlutverki sínu léti hann við það eitt sitja á landsfundi sínum að binda trúss sitt við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í nýjum pistli Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, á vefsvæði hans.

Björn telur helstu breytinguna í umræðum um Evrópusambandið lúta að umræðum á íslenskum stjórnmálavettvangi og viðleitni aðildarsinna til að snúa umræðum um fjármálakrísuna á þann veg, að þeir boði einu skynsamlegu leiðina út úr henni.

„Á annan veg er ekki unnt að skilja ummæli formanns Samfylkingarinnar um stjórnmálalífið eftir landsfund sjálfstæðismanna. Fyrir því eru hins vegar sterk og málefnaleg rök, að léti Sjálfstæðisflokkurinn við það eitt sitja á landsfundi sínum að binda trúss sitt við Evrópusambandið, yrði hann með öllu ótrúverðugur og brygðist sögulegu hlutverki sínu. Í þessum umræðum er ástæðulaust að gleyma því, að helsta markmiðið með því að stofna Samfylkinguna var að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar í íslenskum stjórnmálum,“ segir m.a. í pistli Björns.

Pistill Björns í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka