Bekkurinn er þétt setinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þar sem Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi fjallar um sjávarútveginn og Evrópusambandið. Fundurinn er á vegum Heimssýnar - hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Á milli 80-90 manns eru á málþinginu. Setið er í öllum sætum og þurfti að bæta við auka stólum í salinn.
Málþingið hófst kl. 15 og ásamt Örebech taka til máls Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF).