Fjallað um sjávarútveg og ESB

Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi.
Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi. Morgunblaðið/Kristinn

Bekkurinn er þétt setinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þar sem Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi fjallar um sjávarútveginn og Evrópusambandið. Fundurinn er á vegum Heimssýnar  -  hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Á milli 80-90 manns eru á málþinginu. Setið er í öllum sætum og þurfti að bæta við auka stólum í salinn. 

Málþingið hófst kl. 15 og ásamt Örebech taka til máls Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF).

Margir lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið.
Margir lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið. Morgunblaðið/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert