Harðari stéttabarátta framundan

Ljósmæður, sem þá áttu í kjaradeilu, við Alþningishúsið.
Ljósmæður, sem þá áttu í kjaradeilu, við Alþningishúsið. mbl.is/Golli

VR, fjölmennasta verkalýðsfélag landsins, stendur á tímamótum. Framundan eru mögur ár sem félagið þarf að mæta. Útlit er fyrir að kosið verði um forystu VR í allsherjarkosningu, þeirri fyrstu í yfir 50 ára sögu verkalýðsfélagsins. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat fyrir svörum um félagið og störf sín.

Gunnar Páll Pálsson var endurkjörinn formaður VR til tveggja ára á liðnu vori. Fjölmennur félagsfundur VR var haldinn 13. nóvember 2008 þar sem Gunnar Páll gerði grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings og svaraði harðri gagnrýni úr hópi félagsmanna. Á fundinum lagði hann formannsstólinn að veði til að ná sátt í félaginu. Hann bar fram tillögu um að kosningum til stjórnar yrði flýtt og að kosið yrði um formann VR þótt kjörtímabil hans væri ekki hálfnað. Tillagan var samþykkt.

Framboðsfrestur var til 22. desember s.l. Þegar honum lauk höfðu borist 15 framboð einstaklinga til stjórnar, í þau 7 sæti sem kosið er um nú, og eitt til formanns. Hópur félagsmanna í VR hafði boðað mótframboð en skilaði ekki framboði á tilsettum tíma. M.a. var starfsmönnum VR kennt um ófullnægjandi upplýsingar um kosningafyrirkomulagið. Framboðsfrestur var því framlengdur og rennur hann út á morgun, 12. janúar.

Gunnar Páll sækist eftir endurkjöri sem formaður VR og vill sitja áfram í stjórn LIVE. Hann segir mörg verkefni framundan.

„Þótt við séum í efnahagslegri niðursveiflu þá tel ég að við náum okkur aftur á strik á nokkrum árum. Það verður svipuð sýn í kjaramálum þótt stéttabaráttan kunni að verða harðari á næstunni.

Hann segir að VR hafi aðstoðað 600–700 manns, frá því bankarnir hrundu, við að innheimta laun og að lýsa launakröfum í Ríkisábyrgðasjóð launa. Fljótlega verður auglýst eftir áhugasömum þátttakendum í málefnahópi sem mun ræða hvort núgildandi fyrirkomulag VR sé eins og best verður á kosið. Hópurinn á að leiða setningu siðareglna og taka afstöðu til þess hvort VR vill skipa menn í stjórnir félaga, líka lífeyrissjóðsins. Sérfræðingar verða kallaðir til að vinna með málefnahópnum. Gunnar Páll vonast til þess að hægt verði að leggja niðurstöðuna fyrir næsta aðalfund VR. Hann telur að framundan sé erfiður tími í kjarabaráttunni.

„Vinnuveitendur vilja jafnvel kippa þeim kjarasamningi sem við erum með úr gildi. Hann kveður á um 3,5% kauphækkun núna 1. mars og 13.500 kr hækkun á töxtunum. Það er ekki mikil hækkun í 18% verðbólgu. Mér skilst að um 20% landsmanna hafi tekið á sig kjaraskerðingu á síðustu mánuðum. Margir hafa misst vinnu og yfirvinnu. Þótt fólk sé í vinnu er ljóst að margir hafa orðið fyrir 15–20% kjaraskerðingu, þótt við höfum náð að hækka launataxtana hressilega. Það eru næg verkefni framundan.“

Ýtarlega er rætt við Gunar pál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert