Harma breytingar á St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. Árni Sæberg

Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum harmar hvernig staðið var að þeim breytingum í heilbrigðismálum sem nýverið voru kynntar af stjórnvöldum. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að á síðustu áratugum hafi læknar á St. Jósefsspítala byggt upp sérþekkingu á meltingarlækningadeild sem ekki er til annars staðar á landinu.

Félagið lýsir yfir áhyggjum sínum af afdrifum hinna fjölmörgu sjúklinga sem njóta þjónustu á St Jósefsspítala Hafnarfirði og sækja þangað mjög sérhæfða þjónustu, sem ekki er fyrir hendi annars staðar.

Félagið lýsir einnig yfir furðu sinni á því að ekkert samráð hafi verið haft við fagaðila áður en þessar mikilvægu ákvarðanir voru teknar sem snerta þúsundir sjúklinga. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert