Öryggi fæðandi kvenna stefnt í hættu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Stjórn Hjúkr­un­ar- og ljós­mæðraráðs Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands tel­ur breyt­ing­ar á skipu­lagi og niður­skurður á þjón­ustu á HSu stefna ör­yggi fæðandi kvenna og annarra íbúa svæðis­ins í hættu. Þetta kem­ur fram í álykt­un stjórn­ar­inn­ar.

„Ráðið harm­ar þann niður­skurð sem stofn­un­in stend­ur frammi fyr­ir og þá skerðingu á þjón­ustu Heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar sem íbú­ar á þjón­ustu­svæði henn­ar þurfa óhjá­kvæmi­lega að horf­ast í augu við. Tel­ur stjórn Hjúkr­un­ar- og ljós­mæðraráðs HSu að með því að leggja niður vaktþjón­ustu á skurðdeild HSu sé ör­yggi fæðandi kvenna og annarra íbúa svæðis­ins hér stefnt í hættu. Öllum er ljóst sú mikla slysa­gildra sem Suður­lands­veg­ar er og tíðari ferðir fólks til að leita sér lækn­is- og fæðing­arþjón­ustu í Reykja­vík fel­ur óneit­an­lega í sér aukna hættu auk þess sem hluti hans er fjall­veg­ur, þar sem allra veðra er von og færð oft slæm eða með öllu ófært,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar ráðsins.

Stjórn ráðsins seg­ist skilja að spara þurfi í heil­brigðis­geir­an­um en það sé hins veg­ar al­gjör­lega óá­sætt­an­leg ráðstöf­un að svipta HSu getu til að halda úti fæðing­arþjón­ustu með van­hugsuðum og skamm­sýn­um sparnaðaráform­um. „[U]ndr­ast ráðið hversu hljóðir þing­menn kjör­dæm­is­ins hafi verið um þetta mál og lítið beitt sér til að stöðva þessa aðför að heil­brigðisþjón­ustu svæðis­ins.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert