Sagðir beita sér gegn inngöngu Íslands í ESB

mbl.is

Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi hafa sent fulltrúa sína til Íslands í því skyni að beita sér gegn því að landið gangi í Evrópusambandið, að því er fram kemur á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten.

Fréttavefurinn segir að Miðflokkurinn hafi sent tvo fulltrúa, Åslaug Haga og Per Olaf Lundteigen, til að ræða við  framsóknarmenn og fleiri íslenska stjórnmálamenn, þeirra á meðal Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Sósíalíski vinstriflokkurinn hugðist einnig senda tvo fulltrúa, Ågot Valle og Dag Seierstad, en Valle hætti við ferðina á síðustu stundu vegna veikinda, að sögn Aftenposten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert