Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir

Stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Skagaf­irði hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem því er harðlega mót­mælt að Heil­brigðis­stofn­un­in á Sauðár­króki verði lögð niður í nú­ver­andi mynd. Stjórn­in tek­ur und­ir álykt­un borg­ar­a­fund­ar á Sauðár­króki 9. janú­ar s.l. og hvet­ur þing­menn og ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að beita sér fyr­ir aft­ur­köll­un ákvörðunar heil­brigðisráðherra.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar að Heil­brigðis­stofn­un­in á Sauðár­króki hafi ít­rekað hlotið viður­kenn­ingu fyr­ir ár­ang­ur í rekstri og því skjóti þessi ákvörðun al­ger­lega skökku við. Það séu öf­ug­mæli að þess­ar aðgerðir verði til efl­ing­ar heil­brigðisþjón­ustu á lands­byggðinni, þvert á móti ógni þær nærþjón­ustu og vegi þar með að lífs­gæðum íbúa.

Þá seg­ir að niður­skurður lyk­il­stofn­ana geri upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs sem sé þjóðinni allri til hags­bóta enn erfiðari. Sam­fylk­ing­in verði ávalt að setja gildi jafnaðar­stefn­unn­ar í önd­vegi og ákv­arðanir stjórn­valda verði að vera í sátt við not­end­ur þjón­ust­unn­ar.

 Sam­fylk­ing­in í Skagaf­irði mót­mæli einnig harðlega þeim vinnu­brögðum sem viðhöfð hafi verið  við ákv­arðana­töku um sam­ein­ingu heil­brigðis­stofn­anna og vari al­var­lega við af­leiðing­um slíkr­ar árás­ar á grunnstoðir sam­fé­lags­ins í Skagaf­irði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert