Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, stendur fyrir málþingi um Evrópumál í dag rá kl. 15 - 17 undir yfirskriftinni "Sjávarútvegurinn og ESB". Í fréttatilkynningu frá hópnum sgir að á fundinum verði leitast við að fá svör við ýmsum brennandi spurningum sem kynnu að koma upp í tengslum við hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB).
Sérstakur gestur málsþingsins er Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi og sérfræðingur í EES rétti, sjávarútvegsmálum og reglum ESB. Aðrir ræðumenn verða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF).