Sparkaði upp tveimur hurðum

Einn maður gisti fangageymslur lögreglu á Selfossi í nótt fyrir að sparka upp tveimur hurðum í ölæði, annarri á bar í bænum og hinsvegar í heimahúsi. Ekki er vitað með vissu hvað manninum gekk til en hann var talsvert við skál og fékk að sofa úr sér í fangaklefa. Smávægilegar skemmdir urðu á hurðunum.

Þá var eitthvað um ölvunarakstur við Selfoss í nótt en engin slys urðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka