Þjóðin á að kjósa um aðild

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/Kristján

„Við getum ekki deilt um það næstu tvö árin hvort við eigum að sækja um aðild að ESB,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við þurfum að koma þessu í farveg. Það þarf að ákveða að búa til samningsmarkmið eða taka upp aðra mynt einhliða. Ég kalla eftir því að öll orkan fari ekki í að ræða hvort það sé rétt eða rangt að sækja um aðild, frekar að reynt sé að greina kosti og galla. Þá fyrst geta menn tekið afstöðu með eða á móti.“

Þorsteinn segist spyrja sjálfan sig hvort líklegra sé að efnahagur landsins rétti fyrr úr kútnum með eða án aðildar. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að kjósa um það.“

Hann telur hag Íslendinga best borgið með fullu forræði yfir sínum auðlindum, en umgjörðin þurfi að vera í lagi. „Það lifir enginn við þessa vexti, hvorki almenningur né fyrirtæki – þar með talinn sjávarútvegurinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert