Vilhjálmur: Ekki rétt að kenna bönkunum um allt

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason hagfræðingur sagði í Silfri Egils í dag að hann teldi ekki trúverðugt að rekja megi gjaldeyrissamninga margra íslenskra fyrirtækja til eðlilegra gjaldeyrisvarna. Hann telji því að margir aðilar hafi vísvitandi tekið þátt í spákaupmennsku með gerð slíkra samninga.

Þannig hafi sjávarútvegsfyrirtæki til dæmis ekki haft neina ástæðu til að gengistryggja sig og lífeyrissjóðir á umræddum tíma ekki haft neina ástæðu til að búa sig undir að flytja eignir heim.

Þá hafi fjármálafyrirtæki haft aðgang að sérfræðingum sem hafi átt að hafa jafn góða þekkingu á slíkum málum og bankarnir. Umfang samninga slíkra fyrirtækja geti ekki talist falla undir eðlilegar gjaldeyrisvarnir. Ekki sé því rétt að kenna blekkingarleik bankana um alla hluti, þó þeir hafi auðvitað stundað sína sölumennsku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert