BBC fjallar um Ísland og ESB

Mardell segir mótmælendur sameinast í reiði sinni gagvart stjórnvöldum. Þeir …
Mardell segir mótmælendur sameinast í reiði sinni gagvart stjórnvöldum. Þeir séu hins vegar ekki á einu máli varðandi lausn vandans. mbl.is/Ómar

Mark Mardell, Evrópumálaritstjóri breska ríkisútvarpsins, fjallar í dag um mögulega aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu í bloggi á vefsíðu BBC. Hann greinir m.a. frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi flýtt landsfundi sínum til að ræða afstöðu flokksins gagnvart ESB.

Mardell ræðir jafnframt um mótmælin sem hafa verið haldin á Austurvelli. Hann segir að mótmælendurna koma úr ýmsum áttum en að þeir sameinist í reiði sinni gagnvart stjórnvöldum.  Á hinn bóginn séu þeir ekki á einu máli hvað varðar lausn á vandanum.

Hann víkur máli sínu að því að ýmsir séu á þeirri skoðunar að innganga í ESB geti leyst vanda þjóðarinnar. Hann ræðir meðal annars við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem vill hefja aðildarviðræður.

Þá liggur Jón Baldvin ekki á skoðunum sínum varðandi Sjálfstæðisflokkinn. „Þeir krefjast þess að þjóðin, sem á nú í mikilli neyð, bíði eftir því að flokkurinn ákveði sig í þessu stærsta máli sem varðar alla þjóðina. Þetta er þjóðarskömm, stórslys. Þeir eru óhæfir til stjórnarsetu, þeir ættu að segja af sér,“ hefur Mardell eftir Jóni Baldvini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert