Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld

Frá borgarafundi í Háskólabíói á síðasta ári
Frá borgarafundi í Háskólabíói á síðasta ári Morgunblaðið/ Golli

Opinn borgarafundur verður haldinn klukkan 20:00 í kvöld í Háskólabíói. Efni fundarins er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir.

Frummælendur verða Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Raffaella Tenconi, hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og Herbert Sveinbjörnsson heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni.

Auk þeirra hefur formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum. Rétt er að taka fram að enskumælandi frummælendum verður gert kleift að svara spurningum sem bornar eru fram á íslensku með aðstoð túlks, og erindi þeirra og svör verða sömuleiðis þýdd á íslensku, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert