Ekkert Fréttablað á sunnudögum

Fréttablaðið
Fréttablaðið mbl.is/Arnaldur

„End­an­leg ákvörðun er sú að fella niður sunnu­dagsút­gáfu blaðsins og efla laug­ar­dag­inn,“ seg­ir Stein­unn Stef­áns­dótt­ir, aðstoðarrit­stjóri Frétta­blaðsins, en síðdeg­is var tek­in sú ákvörðun að fækka út­gáfu­dög­um blaðsins. Eng­ar upp­sagn­ir fylgja breyt­ing­un­um sem taka gildi þegar í stað.

Sunnu­dagsút­gáfu Frétta­blaðsins hafa fylgt fjög­ur sér­blöð og munu þau fram­veg­is koma út á laug­ar­dög­um. Að öðru leyti verða litl­ar breyt­ing­ar á út­liti laug­ar­dagsút­gáf­unn­ar. 

Með breyt­ing­un­um næst fram tölu­verð hagræðing, en mik­ill kostnaður fór í prent­un og dreif­ingu sunnu­dagsút­gáf­unn­ar, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Aðspurð um hvort um tíma­bundna ráðstöf­un sé að ræða seg­ir Stein­unn: „Við höf­um alltaf lagt áherslu á mik­inn sveigj­an­leika í út­gáfu. Nú aðlög­um við út­gáf­una að þeim tím­um sem eru uppi. Hugs­an­lega kem­ur svo til þess á síðari stig­um að við þurf­um að aðlaga út­gáf­una að ein­hverju öðru.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert