Fjármálaráðuneytið svari erindum sem því berast

mbl.is/Þorkell

Umboðsmaður Alþing­is bein­ir þeim til­mæl­um til fjár­málaráðuneyt­is­ins að það hugi fram­veg­is að því að er­ind­um sem því ber­ast sé svarað. Ráðuneytið tók ákvörðun um að svara ekki er­indi fé­lags þar sem skorað var á stjórn­völd að lækka álagn­ingu eldsneyt­is á hóp­bif­reiðar. Umboðsmaður seg­ir það óskráða meg­in­reglu í ís­lensk­um stjórn­sýslu­rétti að hver sá sem ber upp skrif­legt er­indi við stjórn­vald eigi rétt á að fá skrif­legt svar.

Fram­kvæmda­stjóri fé­lags sendi umboðsmanni Alþing­is kvört­un sl. sum­ar þar sem fjár­málaráðuneytið hafði ekki svarað er­indi þess frá í maí 2008. Í því var rakið að fé­lagið hefði hinn 25. apríl 2008 sent út áskor­un til rík­is­stjórn­ar Íslands um lækk­un á álagn­ingu eldsneyt­is á hóp­bif­reiðar hér á landi og því hefðu ekki enn borist svör við því hvort stjórn­völd ætluðu á ein­hvern hátt að bregðast við þess­ari áskor­un. Vegna þessa fór fé­lagið fram á við fjár­málaráðuneytið að þessi mál yrðu skoðuð með hraði og viðeig­andi breyt­ing­ar gerðar. Var þess jafn­framt óskað að málið nyti for­gangs þar sem það væri brýnt og sér­stak­lega óskað eft­ir svari eins fljótt og verða mætti.

Í fram­hald­inu leitaði umboðsmaður skýr­inga hjá ráðuneyt­inu. Í svari fjár­málaráðuneyt­is­ins seg­ir að ráðuneyt­inu ber­ist iðulega áskor­an­ir, samþykkt­ir eða kröf­ur hags­muna­sam­taka, fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga um laga­breyt­ing­ar, þ.m.t. varðandi skatta- og gjalda­lækk­an­ir. Fram til þessa hafi slík mál ekki verið tal­in falla und­ir stjórn­sýslu rík­is­ins í skiln­ingi laga, held­ur hafi frem­ur verið litið svo á að þar birt­ust sjón­ar­mið, og í sum­um til­vik­um ábend­ing­ar, sem hafa megi til hliðsjón­ar við al­menna stefnu­mörk­un á viðkom­andi sviðum. Því hafi ekki verið talið að ráðuneyt­inu bæri að taka hvert og eitt slíkra er­inda til sér­stakr­ar meðferðar og af­greiðslu á grund­velli stjórn­sýslu­laga eða annarra óskráðra reglna stjórn­sýsl­unn­ar.

Umboðsmaður bend­ir á í áliti sínu að þegar borg­ar­arn­ir eða sam­tök þeirra beini skrif­leg­um er­ind­um til stjórn­valda, og það verði ekki beint ráðið af er­ind­inu að svars sé ekki vænst, verði að horfa til þess að í sam­ræmi við vandaða stjórn­sýslu­hætti sé byggt á því að stjórn­völd þurfi að leggja meðferð og af­greiðslu þeirra er­inda sem þeim ber­ast í skipu­leg­an far­veg er miði að því að er­indið fái af­greiðslu lög­um sam­kvæmt.

Þá minn­ir umboðsmaður á leiðbein­ing­ar­skyldu stjórn­valda, þau þurfi, auk þess að staðfesta að er­indi hafi borist, að gera grein fyr­ir því í hvaða far­veg það hafi verið lagt og þar með hvort þess sé að vænta að stjórn­völd bregðist eitt­hvað frek­ar við er­ind­inu.

Í þessu sam­bandi sé horft til stöðu borg­ar­ans þannig að hann geti af svar­inu ráðið hvort það sé til­efni til þess fyr­ir hann að haf­ast frek­ar að eða bregðast við t.d. gagn­vart stjórn­völd­um eða öðrum aðilum vegna þess máls sem hið upp­haf­lega er­indi hans til stjórn­valda fjallaði um. Hér verði líka að hafa í huga að al­mennt eigi það ekki að krefjast um­fangs­mik­ill­ar at­hug­un­ar eða vinnu við að út­búa svar af hálfu stjórn­valda í þess­um til­vik­um. Það að borg­ar­inn fái umbeðnar upp­lýs­ing­ar í formi skrif­legs svars um viðbrögð stjórn­valds­ins við er­indi hans sé hluti af þeim starfs­skyld­um sem hvíla á stjórn­völd­um.

Sam­kvæmt er­indi fé­lags­ins til fjár­málaráðuneyt­is­ins, var þar skorað sér­stak­lega á fjár­málaráðherra að bregðast við áskor­un fé­lags­ins til rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að lækka álagn­ingu eldsneyt­is á hóp­bif­reiðar. Var jafn­framt óskað eft­ir því að þess­ar breyt­ing­ar yrðu gerðar með hraði og óskað eft­ir að er­ind­inu yrði svarað eins fljótt og verða mætti.

Umboðsmaður seg­ir að sérstaða þessa er­ind­is fel­ist í því að þar sé bein­lín­is óskað eft­ir svari.

„Þessi ósk fé­lags­ins leiddi til þess að ráðuneytið þurfti í sam­ræmi við það sem rakið hef­ur verið hér að fram­an að bregðast við henni. Ég fæ ekki annað séð en að ráðuneytið hefði þegar í kjöl­far mót­töku er­ind­is­ins getað svarað því með fyr­ir­hafn­ar­litl­um hætti, og þá eft­ir at­vik­um með áþekk­um hætti og það gerði í bréfi sínu 19. sept­em­ber 2008, þannig að fé­lag­inu væru ljós af­drif er­ind­is­ins. Að minnsta kosti verður ekki ráðið að það hafi kostað ráðuneytið sér­staka fyr­ir­höfn eða álag á starf­sem­ina að svara er­indi fé­lags­ins á þenn­an hátt. Ég tel jafn­framt ljóst að fjár­málaráðuneytið get­ur ekki að lög­um markað sér þá al­mennu stefnu fyr­ir­fram eða fylgt þeirri fram­kvæmd í reynd að svara alls ekki er­ind­um af til­tek­inni gerð eða til­tek­ins eðlis held­ur verði ákv­arðanir stjórn­valda um svör sín eða önn­ur viðbrögð við er­ind­um borg­ar­anna að byggj­ast á mati á viðkom­andi er­indi og öðrum at­vik­um hverju sinni,“ seg­ir í áliti umboðsmanns Alþing­is.

Þá seg­ir umboðsmaður að upp­haf­leg afstaða fjár­málaráðuneyt­is­ins um að svara ekki er­ind­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við þær al­mennu skyld­ur sem hvíla á stjórn­völd­um um svör við skrif­leg­um er­ind­um.

„Þá geri ég at­huga­semd­ir við þau al­mennu sjón­ar­mið sem ráðuneytið hef­ur fært fram um að slík er­indi falli ekki und­ir stjórn­sýslu rík­is­ins í skiln­ingi laga. Ég tel því rétt að beina þeim til­mæl­um til fjár­málaráðuneyt­is­ins að það hugi fram­veg­is að því að er­ind­um sem því ber­ast sé svarað í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið sem rak­in eru í áliti þessu.“

Álit umboðsmanns Alþing­is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert