Formannsframboð í VR

Kristinn Örn Jóhannesson hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns VR. Kristinn er vaktstjóri í flugrekstrareftirliti Primera Air. Hann nam flugrekstrarfræði í Bandaríkjunum og hefur starfað bæði hérlendis og erlendis síðastliðin 22 ár.

Í yfirlýsingu Kristins vegna framboðsins segir m.a.:
„VR, sem stærstu launþegasamtök landsins, eiga að vera leiðandi í að skapa það framtíðarþjóðfélag sem við viljum byggja upp. Þjóðfélag þar sem sátt ríkir um samfélagslega ábyrgð okkar á hvert öðru en ekki ábyrgð fjöldans á brostnum útrásardraumum fárra útvalinna sem sent hafa okkur stjarnfræðilegan reikning vegna þeirra drauma. Reikning sem við þurfum að borga með atvinnumissi, skertri samfélagsþjónustu, hærri sköttum og vísitölutryggðum ofurvöxtum.

Mikilvægsta verkefnið í bráð er að hækka lægstu launin og skattleysismörk atvinnutekna og minnka neysluskatta . Þannig bætum við best kjör þeirra lægst launuðu enda fáranlegt að tala um neyslu hjá þeim sem hafa laun sem vart duga til framfærslu. Þessi aðferðarfræði leggur áherslu á sameiginlega hagsmuni atvinnurekenda og launþega en áhersla á sameiginlega hagsmuni er grundvöllur uppbyggingarinnar sem framundan er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka