Fullur salur í Háskólabíó

Setið er í nær öllum sætum og enn streymir fólk …
Setið er í nær öllum sætum og enn streymir fólk að. Mbl.is/Árni Sæberg

Vel er mætt á opinn borgarafund sem hófs kl. 20 í Háskólabíó. Þétt er setið og enn streymir fólk að. Fundarefni að þessu sinni er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um lagaumhverfið og eftirlitsstofnanir.

Frummælendur eru Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Raffaella Tenconi, hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og Herbert Sveinbjörnsson, aðgerðarsinni.

Mikill áhugi er á borgarafundinum.
Mikill áhugi er á borgarafundinum. Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka