Fundað með mótmælendum í utanríkisráðuneytinu

Ráðuneytið atað málningu sl. föstudag.
Ráðuneytið atað málningu sl. föstudag. mbl.is/Júlíus

Um fimmtán manns mót­mæltu fyr­ir utan ut­an­rík­is­ráðuneytið í dag. Að sögn Urðar Gunn­ars­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa ráðuneyt­is­ins, var sett­ur á fund­ur með mót­mæl­end­um, ráðuneyt­is­stjóra, sviðsstjóra alþjóðasviðs og upp­lýs­inga­full­trúa. Að sögn Urðar voru mál­efni Gaza rædd í mesta bróðerni.

Mót­mæl­end­ur mættu fyr­ir utan ut­an­rík­is­ráðuneytið um klukk­an fjög­ur í dag, mót­mæltu fyr­ir utan og gengu í kjöl­farið inn og báðu um áheyrn ráðherra. Slegið var á fyrr­nefnd­um fundi og farið yfir aðgerðir, yf­ir­lýs­ing­ar og af­stöðu Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur til ástands­ins á Gaza.

Urður seg­ir mun upp­byggi­legra að eiga sam­ræður um málið en að mót­mæl­end­ur skvetti lit á úti­dyrn­ar. Nokkr­ir mót­mæl­enda báru grím­ur en ekki all­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert