Um fimmtán manns mótmæltu fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, var settur á fundur með mótmælendum, ráðuneytisstjóra, sviðsstjóra alþjóðasviðs og upplýsingafulltrúa. Að sögn Urðar voru málefni Gaza rædd í mesta bróðerni.
Mótmælendur mættu fyrir utan utanríkisráðuneytið um klukkan fjögur í dag, mótmæltu fyrir utan og gengu í kjölfarið inn og báðu um áheyrn ráðherra. Slegið var á fyrrnefndum fundi og farið yfir aðgerðir, yfirlýsingar og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til ástandsins á Gaza.
Urður segir mun uppbyggilegra að eiga samræður um málið en að mótmælendur skvetti lit á útidyrnar. Nokkrir mótmælenda báru grímur en ekki allir.