„Sú spurning hlýtur að leita að okkur félögum í Sjálfstæðisfélagi Álftaness hvort hagsmunir okkar fari saman með Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir,“ skrifar bæjarfulltrúinn Guðmundur G. Gunnarsson á vef Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist og spyr hvort Sjálfstæðisfélagið á Álftanesi eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum.
Hann segir að það „ætti það að vera val hvers og eins, sem vill vera skráður í sjálfstæðisfélagið, hvort sá hinn sami vill einnig vera skráður í Sjálfstæðisflokkinn.“
Guðmundur segir Alþingi hafa brugðist. „Allavega verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins að skilgreina markmið sín á ný og það sem allra fyrst í ljósi nýrra aðstæðna í allri þessari hryllilegu siðblindu græðgivæðingar og hamslausa, eftirlitslausa og samanflækta einstaklinga/fyrirtækja og bankakerfi. Og áfram heldur sukkið með sama liðinu við stjórnvölin í bönkunum, sama liðinu og með aðferðum ribbalda spann upp hrikalega svikamillu síðustu misseri, sem Íslendingar þurfa að lifa með um tugi ára.“