Stjórnarráðið var þvegið hátt og lágt í morgun eftir að hafa fengið heimsókn frá hópi fólks sem mótmælti árásum Ísraelsmanna á Gaza. Mótmælin voru friðsamleg að öðru leyti en því að rauðum lit var skvett á bygginguna til að mótmæla því að ríkisstjórnin fordæmi ekki fjöldamorð Ísraela.
Utanríkisráðuneytið ítrekaði um helgina að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefði talað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þegar hún fordæmdi árásir Ísraela á Gaza. Bæði Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa hinsvegar sagt í viðtölum að þau fordæmi bæði aðgerðir Ísraela og Hamas samtakanna en þetta tvennt þurfi að skoða í samhengi.