Hvítskúrað stjórnarráð

00:00
00:00

Stjórn­ar­ráðið var þvegið hátt og lágt í morg­un eft­ir að hafa fengið heim­sókn frá hópi fólks sem mót­mælti árás­um Ísra­els­manna á Gaza. Mót­mæl­in voru friðsam­leg að öðru leyti en því að rauðum lit var skvett á bygg­ing­una til að mót­mæla því að rík­is­stjórn­in for­dæmi ekki fjölda­morð Ísra­ela.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið ít­rekaði um helg­ina að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hefði talað fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar hún for­dæmdi árás­ir Ísra­ela á Gaza. Bæði Geir H. Haar­de og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir hafa hins­veg­ar sagt í viðtöl­um að þau for­dæmi bæði aðgerðir Ísra­ela og Ham­as sam­tak­anna en þetta tvennt þurfi að skoða í sam­hengi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert