Mótmæla einræðistilburðum

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. Árni Sæberg

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekuð er ályktun Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna niðurlagningar St. Jósepsspítala í núverandi mynd og flutnings á starfsemi hans. UjH „mótmæla harðlega einræðistilburðum heilbrigðisráðherra,“eins og segir í yfirlýsingunni.  

Í yfirlýsingu UjH segir ennfremur: „Þá vill UjH taka undir áhyggjur félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum um að sú sérfræðiþekking sem skapast hefur á meltingarlækningadeild. St. Jósepsspítala muni tapast. Einnig vill UjH benda á að Landlæknir hefur komið fram og sagt að hann sjái ekki þann sparnað sem eigi að felast í umræddum framkvæmdum ráðherra. Auk þess lýsir UjH yfir þungum áhyggjum sínum ef hugmyndir eru upp um að einkavæða grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert