Hópur fólks er samankominn fyrir utan stjórnarráðið til þess að mótmæla árásum Ísraelsmanna á Gaza. Segir í tilkynningu frá hópnum sem stendur að mótmælunum að þau verði friðsamleg en ríkisstjórn Íslands sjái ekki ástæðu til að fordæma fjöldamorð Ísraela. Ráðamönnum verði gert að horfast í augu við veruleikann á Gaza, að því er segir í tilkynningu.
Að sögn fréttamanns mbl.is sem er á staðnum taka um fjörutíu manns þátt í mótmælunum og hafa mótmælendur skvett rauðri málningu á stjórnarráðsbygginguna.