S-lyfjakostnaður LSH jókst um 39,6%

Kostnaður við S-merkt lyf stóreykst
Kostnaður við S-merkt lyf stóreykst Sverrir Vilhelmsson

Kostnaður Land­spít­ala við lyf sem ein­göngu eru til sjúkra­hús­nota (svo­nefnd S-lyf) jókst um 39,6% á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins sam­an­borið við sama tíma­bil árið 2007. Nam kostnaður­inn rúm­um 2,7 millj­örðum króna en var tæp­ir tveir millj­arðar á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins 2007.

Kostnaður við önn­ur lyf jókst um 10,4% á sama tíma­bili og nam rúm­um 1,1 millj­arði króna sam­an­borið við rúm­an einn millj­arð króna á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins 2007.

Alls námu gjöld LSH 36,5 millj­örðum króna á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins 2008 en áætl­un gerði ráð fyr­ir þau næmu tæp­um 34 millj­örðum króna. Tekj­urn­ar námu 34,2 millj­örðum króna sem er held­ur meira en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Útgjöld um­fram sér­tekj­ur og fjár­heim­ild­ir eru 2,3 millj­arðar króna sem er 6,8% um­fram áætl­un. Þetta kem­ur fram í starf­sem­is­upp­lýs­ing­um LSH.

Sjá starf­sem­is­upp­lýs­ing­arn­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert