Upp komst um fanga á Litla Hrauni, sem grunaðir eru um aðild að smygli á fíkniefnum inn í fangelsið. Að sögn lögreglu var staðið þannig að smyglinu, að einhver kom fíkniefnum fyrir utan á bifreið sem á oft leið inn á svæðið. Fangarnir gengu síðan að bifreiðinni og tóku fíkniefninn.
Í þessu tilviki var einn fanginn staðinn að verki við að taka efnið af bifreiðinni og stinga því inná sig.
Þá komst í síðustu viku upp um landabruggara á Stokkseyri. Gerð var húsleit á heimili mannsins og fundust um 25 lítrar af landa og um 200 lítrar af gambra auk framleiðslubúnaðar. Málið er í rannsókn og verður sent til ákæruvalds að henni lokinni.