Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað starfshóp um vinnumarkaðsaðgerðir með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaganna, fjármálaráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins til að móta tillögur um aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi.
Hópnum er ætlað að skila félags- og tryggingamálaráðherra fyrstu tillögum sínum um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir 1. febrúar.
Formaður starfshópsins er Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Aðrir fulltrúar starfshópsins sem skipaðir eru samkvæmt tilnefningum eru: Halldór Grönvold fyrir Alþýðusamband Íslands, Cecilie Björgvinsdóttir fyrir Bandalag háskólamanna, Elín Björg Jónsdóttir fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Viðar Helgason fyrir fjármálaráðuneytið, Regína Ásvaldsdóttir fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Guðlaugur Stefánsson fyrir Samtök atvinnulífsins.
Sjá nánar á vef félagsmálaráðuneytisins