Rjúpnaveiðimenn hafa að undanförnu skilað vængjum af veiddum fuglum til Náttúrufræðistofnunar. Á vef stofnunarinnar segir að hlutfall ungfugla sé 76% og virðist vera að hækka en þau ár sem stofninn er í uppsveiflu sé hlutfall ungfugla í stofninum hátt.
„Hlutfall ungfugla í stofni sýnir kerfisbundnar breytingar í takt við stofnsveifluna sem tekur um 10 ár. Þessi árin virðist hlutfall unga í hauststofni vera að hækka og vonandi veit það á gott og rjúpnastofninn verði blómlegur næstu ár," segir á vef Náttúrufræðistofnunar.