Vilja auka þorskveiðar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar krefst þess að sjávarútvegsráðherra heimili nú þegar auknar þorskveiðar á Íslandsmiðum. 

„Ljóst má vera að nýjustu rannsóknir á stofnstærð sýna að auka má þorskveiðiheimildir um að minnsta kosti 50 þúsund tonn á þessu ári án þess að markmið um sjálfbærni þorskstofnsins sé stefnt í hættu. Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar er ekki verjandi að bíða með ákvörðun um aukna þorskveiði“, segir í tillögu Í-listans sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill ennfremur minna á fyrri áskorun sína um betri nýtingu línuívilnunar í þorski, þar sem úthlutað aflamagn kemur ekki að notum, nema hlutfalli ívilnunar sé breytt. Aukinn þorskafli skilar margföldum arði í þjóðarbúið og bætir hag sveitarfélaga á landsbyggðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert