Íbúi á Álftanesi hefur farið fram á það að spjallvefur sveitarfélagsins verði opnaður á nýjan leik, en honum var lokað fyrir nokkrum vikum í kjölfar níðskrifa nafnleysingja á vefnum.
Það mál hefur nú verið upplýst og skorar íbúinn nú á sveitarfélagið að opna vefinn á nýjan leik.
Hann segir að opin og gagnsæ umræða sé mikilvæg og spjallvefurinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því tilliti. Þar hafi t.d. verið birtar tilkynningar og málefni sveitarfélagsins rædd. Spjallvefurinn sé „nánast eini vettvangur íbúanna til beinna skoðanaskipta þar sem ekki er nein blaðaútgáfa fyrir hendi í sveitarfélaginu,“ segir í áskorun íbúans til sveitarfélagsins.