Áhyggjur af greiðsluþroti sveitarfélaga

mbl.is

Sveitarfélög þurfa að bregðast við spá Seðlabanka Íslands um 15,5 prósent tekjusamdrátt á árinu með því að skera niður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn sveitarfélaga sem glímt hafa við mikinn fjármagnskostnað samfara hækkun skulda þegar lýst yfir áhyggjum sínum af því að sjóðsstreymi nægi ekki til þess að standa undir kostnaði. Því sé raunveruleg hætta á því að skuldsettustu sveitarfélögin fari í greiðsluþrot ef ekkert verður að gert. Rætt hefur verið um að sameina þurfi einhver sveitarfélög til að hagræða í rekstri.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert