Einbúinn við Suðurlandsbraut

Kristján Eiríksson 88 ára býr einn í einu af þremur fjölbýlishúsum við Suðurlandsbraut. Að öðru leyti standa þau galtóm og engin þjónustumiðstöð er risin eins og kaupendum var lofað.  Kristján fær alltaf bílastæði og hann þarf ekki að missa svefn yfir hávaða í nágrönnum.  Hann langar hinsvegar í kött eða hund en það er bannað.

Kristján, sem er 88 ára, festi kaup á glæsilegri þjónustuíbúð í einu af þremur fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara sem Nýsir lét reisa við Suðurlandsbraut. Kristján var þá orðinn einn og vildi minnka við sig.

Örlögin hafa hinsvegar hagað því þannig að í húsunum þremur er hvorki þjónusta né nokkur önnur lifandi sála. Þjónustumiðstöðin er enn óbyggð. Kristján sem flutti inn í mars í fyrra átti nokkura nágranna í fyrstu en þeir eru nú fluttir, ýmist vegna þess að þjónustan er ekki fyrir hendi eða þeir gátu ekki selt íbúðir sem þeir áttu fyrir.

Kristján sér fram á að þurfa jafnvel að flytja þar sem þjónustuna vanti. Að öðrum kosti lætur hann ekki illa af því að búa einn í stóru fjölbýlishúsi og segist til að mynda alltaf fá bílastæði.

Kristján er alinn upp í sveit en fluttist til Reykjavíkur 1937. Aðspurður um hvort hann finni einhverja samsvörun með einbúum í sveitinni og því að búa aleinn innan um allar þessar tómu íbúðir segir hann að einbúarnir hafi haft fénað og því ekki verið alveg einir. Hann langar að fá sér kött eða hund en það er bannað.  Hann segir slíkt bann á miklum misskilningi byggt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert